Kompaní ferðir sérhæfir sig í árshátíðarferðum erlendis. Við búum yfir um 15 ára reynslu og höfum enn lengur starfað í ferðageiranum á svipuðum sviðum. Sérstaða okkar er að sjá um heildarskipulag á ferðinni sem og árshátíðinni sjálfri. Ásamt því bjóðum við upp á ýmsa afþreyingu á öllum áfangastöðum sem gera ferðina einstaka.
Við sjáum um allt skipulag og hönnum ferðina eftir ykkar óskum og leggjum metnað í að gera upplifunina sem besta svo þið náið að njóta ykkar sem mest.
VINSÆLIR ÁFANGASTAÐIR
UPPLIFANIR










Reynslan hefur sýnt okkur að upplifunin á staðnum gerir ferðina. Þess vegna leggjum við mikið uppúr að hafa fjölbreytta afþreyingu í boði sem leyfir þér að upplifa áfangastaðinn á einstakan hátt. Hópurinn velur afþreyingu eftir sínu áhugasviði, hvort sem það eru golfferðir, hjólaferðir eða matarsmakk svo eitthvað sé nefnt. Kompaní ferðir sér um að allir finni eitthvað við hæfi. Endilega fylgið okkur á Instagram @kompaniferdir.